Stjórn félagsins minnir á aðalfundinn sem haldinn verður á morgun, þriðjudaginn 26. maí, kl. 18:00 í Forvarnahúsinu Kringlunni 3.
Á fundinum verða flutt erindi frá Einari Guðmundssyni, Forvarnahúsinu, og Sigurði Helgasyni, Umferðarstofu. Tekin verður fyrir tillaga stjórnar um breytingar á 5. grein laga félagsins er lúta að fækkun í stjórn. Þá verða á dagskrá hefðbdunin aðalfundarefni.
Stjórnin hvetur alla félagsmenn til að mæta og láta málefni félagsins sig varða.
Guðmundur Karl Einarsson
25. maí 2009 13:05