Aðalfundur Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna verður haldinn þriðjudaginn 26. maí kl. 18:00 í Forvarnahúsinu, Kringlunni 1-3, Reykjavík.
Athugið breytt dagsetning frá fyrstu auglýsingu.
Dagskrá fundarins verður skv. ákvæðum 4. greinar laga félagsins. Lögð verður fram lagabreytingatillaga um breytingu á 5. grein laga félagsins um stjórnarmenn. Tillagan felst í að stjórnarmönnum verði fækkað í þrjá auk tveggja varamanna.
Félagsmenn sem greitt hafa félagsgjöld hafa atkvæðisrétt á fundinum.
Stjórn Brautarinnar
Guðmundur Karl Einarsson
20. apríl 2009 08:40