Aðalfundur Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna verður haldinn miðvikudaginn 4. júní kl. 17:30. Fundurinn verður haldinn í Sjóvá Forvarnahúsinu. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf en einnig verður starf félagsins sérstaklega rætt. Ljóst er að miklar breytingar hafa orðið á starfsumhverfi og því mikilvægt að ræða hvaða stefnu við viljum taka. Félagar eru hvattir sérstaklega til þess að mæta á fundinn og láta starf félagsins sig varða.
Þeir sem hafa áhuga á stjórnarsetu geta haft samband við framkvæmdastjóra, gudmundur (hja) brautin.is
Guðmundur Karl Einarsson
2. maí 2008 23:25