Dagana 8-11 mars verður haldin stórsýningin Tækni og vit 2007 í Fífunni í Kópavogi. Sýningin er tileiknuð tækniþróun og þekkingariðnaði. Brautin verður á sýningunni með ökuherminn ásamt Sjóvá Forvarnahúsinu og Samgönguráðuneytinu undir nafni Sjóvá Forvarnahússins. Hermirinn verður staðsettur í bás G10.
Sýningin er opin fagaðilum fimmtudaginn 8. mars frá 18-21 og föstudaginn 9. mars frá 11-19. Laugardaginn 10. mars verður hún svo opin almenningi kl. 12-17 og á sama tíma sunnudaginn 11. mars. Nánari upplýsingar má finna á www.taekniogvit.is.
Við hvetjum alla til þess að kíkja í heimsókn til okkar.
Guðmundur Karl Einarsson
5. mars 2007 19:04