Brautin stendur nú 3. árið í röð fyrir hvatningu til neyslu óáfengra drykkja. Að þessu sinni er það Melissa sem er hátíðardrykkur 2007. Drykkurinn er blandaður af Jóa Fel og birtur ásamt fleiri uppskriftum hér á vefnum.
Félagið telur afar mikilvægt að gestgjafar bjóði gestum sínum upp á óáfenga drykki samhliða þeim áfengu. Fjöldi fólks kýs að neyta ekki áfengis og því sjálfsagt að hafa góða óáfenga drykki á boðstólnum. Þá minnir félagið á að Eftir einn ei aki neinn.
Félagið óskar félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum árs og friðar og þakkar fyrir stuðninginn á árinu sem er að líða
Guðmundur Karl Einarsson
28. desember 2006 11:34