Brautin – bindindisfélag ökumanna fagnar því framtaki lögreglunnar á Akranesi að senda foreldrum eða forráðamönnum ólögráða ökumanna sem brjóta af sér í umferðinni bréf þar um. Félagið telur að þetta hafi ótvírætt forvarnagildi og hvetur jafnframt önnur lögregluembætti til góðrar eftirbreytni.
Guðmundur Karl Einarsson
4. desember 2006 16:20