Stjórn Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna hvetur ökumenn til að aka sérstaklega varlega í grennd við skóla. Nú þegar skólar eru að hefjast er mikil umferð skólabarna og sum þeirra eru óvön umferðinni og því mikilvægt að ekið sé hægt og með ítrustu varkárni við skólana.
Nánari upplýsingar veitir
Páll H. Halldórsson, formaður Brautarinnar
phh@brautin.is

Guðmundur Karl Einarsson

25. ágúst 2006 12:07