Föstudaginn 23. júní var Sjóvá Forvarnahúsið opnað. Þegar er búið að taka á móti hópum í fræðslu. Brautin – bindindisfélag ökumanna er einn af stuðningsaðilum hússins og mun taka virkan þátt í starfi þess. Forvarnahúsinu er ætlað að verða miðstöð fyrir forvarnir í slysavörnum og tjónavörnum. Gert er ráð fyrir að markviss og öflug fræðsla verði í húsinu auk þess sem heimasíða þess mun verða með mikilvægar upplýsingar sem snúa að forvörnum.
Húsið verður opið fyrir ýmsa hópa í sumar og er ráðgert að í framtíðinni verði húsið opið almenningi daglega. Nú er hins vegar unnið að því að kynna húsið á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.
Nú þegar hafa ýmsir hópar komið í Forvarnahúsið í fræðslu og mun svo verða í allt sumar. Brautin, bindindisfélag ökumanna óskar Sjóvá til hamingju með þetta verkefni sem eflaust mun marka spor í slysavörnum í landinu í framtíðinni. Það er því sönn ánægja fyrir Brautina að taka þátt í þessu verkefni.
Guðmundur Karl Einarsson
28. júní 2006 23:15