Brautin – bindindisfélag ökumanna í samstarfi við Sjóvá og Samgönguráðuneytið lét flytja inn ökuhermi til notkunar við ökukennslu nú fyrir stuttu. Þetta er fyrsti ökuhermirinn á landinu og mun hann verða notaður í Forvarnahúsinu sem opna mun í næstu viku.
Hermirinn var vígður í dag af Samgönguráðherra í dag að viðstöddum ýmsum aðilum þ.m.t. 16 ára unglingum úr Vinnuskóla Kópavogs. Hermirinn er góð viðbót við ökunám hér á landi og væntum við þess að hann verði mikið notaður í framtíðinni.
Ökuhermirinn býður upp á kennslu fyrir algera byrjendur og einnig fyrir reynda ökumenn. Hægt er að kalla fram mismunandi veðurbrigði, mismunandi aðstæður og eitt forritið sýnir hvernig við værum ef við ækjum ölvuð. Þessi hermir nýtist því ekki síður við ýmis konar áróður, s.s. ölvunarakstur, bil milli bíla, áhættu akstur o.fl. Lögreglan hefur lýst yfir áhuga á að nýta hann til æfinga fyrir neyðarakstur.
Myndir frá blaðamannafundinum má finna á myndasíðunni.
Guðmundur Karl Einarsson
14. júní 2006 19:50