Veltibíllinn hefur verið mikið á ferðinni í vor og svo mun verða áfram næstu vikur. Á morgun fimmtudaginn 8. júní verður hann á Patreksfirði í tengslum við sjómannadaginn. Hugsanlega mun hann koma við á Tálknafirði og Bíldudal.
Ef þú ert á svæðinu, þá hvetjum við þig til að prófa bílinn og finna hve mikið atriði það er að nota bílbelti.
Myndir af Vestfjörðum koma á heimasíðuna eftir helgi.
Guðmundur Karl Einarsson
7. júní 2006 18:29