Á 32. aðalfundi félagsins voru samþykktar 6 ályktanir. Þær fjalla um ýmis málefni sem tengjast stefnu- og áherslumálum félagsins. Félagið lýsir yfir áhyggjum af hraðakstri, fagnar löggæsluátaki og uppsetningu hraðamyndavéla, hvetur frambjóðendur í sveitastjórnarkosningum til þess að huga að umferðaröryggi, lýsir yfir ánægju með reglugerð um ökugerði og hvetur ökumenn sem ferðast með tjaldvagna, fellihýsi og hjólhýsi til þess að huga að öryggisbúnaði.
Ályktun
1
32. aðalfundur
Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna haldinn í Reykjavík þann 16. maí 2006
lýsir yfir áhyggjum af miklum hraðakstri. Fundurinn hvetur ökumenn til að sýna
ábyrgan akstur og virða hraðatakmörk. Jafnframt leggur fundurinn áherslu á
mikilvægi virkrar löggæslu til þess að sporna við aksturslagi sem þessu.
Ályktun 2
32. aðalfundur
Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna haldinn í Reykjavík þann 16. maí 2006
lýsir yfir ánægju með að endurtaka eigi löggæsluátak sambærilegt því sem gert
var í fyrrasumar. Fundurinn telur afar mikilvægt að efla löggæslu og er átakið
mikilvægur liður í því.
Ályktun 3
32. aðalfundur
Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna haldinn í Reykjavík þann 16. maí 2006
færir borgarráði í Reykjavík þakkir fyrir að hafa ákveðið að setja upp
hraðamyndavélar þeim götum í Reykjavík þar sem hraðakstur er helst stundaður.
Ályktun 4
32. aðalfundur
Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna haldinn í Reykjavík þann 16. maí 2006
hvetur frambjóðendur í sveitarstjórnarkosningum vorið 2006 til þess að huga
sérstaklega að umferðaröryggi í sinni heimabyggð og beita sér fyrir umbótum á
því sviði.
Ályktun 5
32. aðalfundur
Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna haldinn í Reykjavík þann 16. maí 2006
lýsir yfir ánægju með nýja reglugerð um ökuskírteini þar sem gert er ráð fyrir
þjálfun ökunema í svonefndu akstursgerði. Fundurinn telur þetta vera skref í
átt til bættrar umferðarmenningar.
Ályktun 6
32. aðalfundur
Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna haldinn í Reykjavík þann 16. maí 2006
hvetur eigendur hjólhýsa, fellihýsa og tjaldvagna til þess að hafa allan
öryggisbúnað í lagi, s.s. framlengingarspegla og ljósabúnað. Einnig hvetur
fundurinn eigendur og ökumenn til þess að kanna hvort vagnar þessir megi yfir
höfuð vera aftan í bílnum.
Þá brýnir fundurinn
fyrir eigendum hjólhýsa að vera sérstaklega á varðbergi gagnvart roki.
Guðmundur Karl Einarsson
22. maí 2006 22:45