Í maí hefur verið mikið að gera í tengslum við Veltibílinn. Það er vinsælt að fá hann í heimsókn á ýmis konar hátíðir í skólum og fyrirtækjum og hefur stundum verið beðið um bílinn oft sama dag. Í haust var opnuð sérstök upplýsingasíða fyrir Veltibílinn, www.veltibillinn.is, og þar má sjá myndir af bílnum í notkun o.fl.
Veltibíllinn er í eigum þriggja aðila, Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna, Sjóvá og Umferðarstofu, en það er Brautin sem sér um rekstur hans.
Guðmundur Karl Einarsson
16. maí 2006 10:27