Haukur Ísfeld
Góðir félagar.
Verið öll velkomin til þessa fyrsta aðalfundar Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna. Ég nefni fundinn þann fyrsta í sögu Brautarinnar enda þótt ykkur sé væntanlega kunnug starfsemi hins gamla, góða BFÖ.
Ég ávarpa ykkur úr fjarlægð og sakna þess að geta ekki verið með ykkur þessa stund en veit að þið verðið ekki í minnstu vandræðum með að ráða málum til lykta, enda valinn maður í hverju rúmi. Vona ég að þið fyrirgefið fjarveruna en ekki varð hjá öðru komist þar sem ég starfa nú tímabundið í Bandaríkjunum.
Starfsemi félagsins hefur tekið ýmsum breytingum að undanförnu og á það ekki síst við um liðið starfsár. Á síðasta aðalfundi kvöddum við með trega Einar Guðmundsson, sem verið hafði framkvæmdastjóri BFÖ lengur en nokkur annar í sögu félagsins og óhætt að fullyrða að hann hafi verið stekasti þátturinn í starfi félagsins öll þau ár . Ekki er þó, sem betur fer, lokið afskiptum hans af störfum þess og gegnir hann áfram ýmsum ábyrgðarstörfum í þágu félagsins. Þar má ef til vill ekki síst nefna þá góðu ráðgjöf sem hann lætur okkur í té, enda auðvelt fyrir núverandi framkvæmdastjóra að leita til hans, en eins og flestum er kunnugt tók Guðmundur Karl, sonur hans, við starfi föður síns og er því eins vel fyrir séð og unnt er. Hefur Guðmundur Karl verið sérstaklega ljúfur í samstarfi, áhugasamur og hugmyndaríkur. Vil ég nota þetta tækifæri til að þakka honum samstarfið og vona að félagið fái sem lengst notið starfskrafta hans.
Aðrar breytingar sem urðu á síðasta aðalfundi voru þær að nafni félagsins var breytt í núverandi heiti. Lagði framkvæmdastjórinn mikla vinnu í hönnun á nýju félagsmerki sem menn eru nú óðum að kynnast.
Þá varð sú breyting á síðasta aðalfundi að formaðurinn okkar í sjö ár, Halldór Árnason, gaf ekki lengur kost á sér og var mikil eftirsjá að honum. Hann hefur haldið áfram að reynast félaginu einkar vel, bæði í ábyrgðarstörfum og með ráðgjöf. Við starfi hans tók núverandi formaður til eins árs og telur sig hafa reynt eftir megni að gera sitt besta þótt hann hefði sannarlega viljað gera betur.
Enn eina breytingu vil ég nefna en hún er flutningur skrifstofu félagsins frá Sjóvá í núverandi húsnæði í Brautarholti 4a. Því fylgdi mikil vinna framkvæmdastjórans okkar. Er aðstaðan prýðileg og félaginu til sóma.
Stjórn
Eftirtaldir sátu í stjórn félagsins og gengdu ábyrgðarstörfum á liðnu starfsári:
Formaður | Haukur Ísfeld |
Varaformaður | Friðþjófur Helgi Karlsso |
Gjaldkeri | Aðalsteinn Gunnarsson |
Ritari | Páll H. Halldórsson |
Meðstjórnandi | Arndís Hilmarsdóttir |
Varamenn | Jón Freyr Þórarinsson |
Pétur Þorsteinsson | |
Formaður ungmennadeildar | Guðmundur Karl Einarsson |
Stjórn Reykjavíkurdeildarsjóðs Brautarinnar | Halldór Árnason |
Kristinn Breiðfjörð Eiríksson | |
Elsa Haraldsdóttir | |
Skoðunarmenn reikninga | Andrés Bjarnason |
Reynir Sveinsson | |
Skoðunarmaður til vara | Sigurður Rúnar Jónmundsson |
Ritnefnd | Sigurður Rúnar Jónmundsson |
Jónas Ragnarsson | |
Halldór Árnason | |
Pétur Þorsteinsson | |
Gísli Theodórsson | |
Fjáröflunarnefnd | Aðalsteinn Gunnarsson |
Arndís Hilmarsdóttir | |
Sigurður Rúnar Jónmundsson | |
Jónas Ragnarsson | |
Ökuleikninefnd, rekstur veltibíls | Aðalsteinn Gunnarsson |
Brynjar Valdimarsson | |
Guðmundur Karl Einarsson | |
Páll H. Halldórsson | |
Einar Guðmundsson | |
Alþjóðanefnd | Gunnar Þorláksson |
Félagatengslanefnd | Sveinn H. Skúlason |
Árni Einarsson | |
Einar Guðmundsson | |
Kjörnefnd | Sigurður Rúnar Jónmundsson |
Halldór Árnason | |
Jónas Ragnarsson | |
Umsjón heimasíðu | Guðmundur Karl Einarsson. |
Framkvæmdastjóri | Guðmundur Karl Einarsson |
Fulltrúi Brautarinnar í SAMFO | Halldór Árnason |
Stjórnin hélt sex bókaða stjórnsrfundi á starfsárinu en auk þess hélt stjórnin marga fundi með netpósti og afgreiddi jafnvel ýmis mál með netspjalli. Þetta varð til þess að oft var auðveldara að ná til allra stjórnarmanna í senn en að kalla saman fund.
Stjórnin sendi frá sér tvær ályktanir auk samþykkta aðalfundar. Varðaði önnur auglýsingar á áfengum drykkjum og hin óskráðar vinnuvélar í umferð.
Ég hef óskað eftir því við framkvæmdastjóra Brautarinnar BFÖ að hann flytji ykkur skýrslu sína um aðra starfsemi félagsins á liðnu starfsári og hefur hann góðfúslega orðið við
Ég hef óskað eftir því við framkvæmdastjóra Brautarinnar BFÖ að hann flytji ykkur skýrslu sína um aðra starfsemi félagsins á liðnu starfsári og hefur hann góðfúslega orðið við henni. Hann er líka öllum öðrum kunnugri starfinu sem nánast allt hefur hvílt á hans herðum.
Þar sem ég læt nú af formennsku í Brautinni- bindindisfélagi ökumanna vil ég að lokum þakka framkvæmdastjóra og stjórnarfólki góð kynni og ánægjulega samvinnu. Félaginu okkar óska ég svo allra heilla á ókomnum árum.
New York
11. maí 2006
Haukur Ísfeld
formaður Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna
Guðmundur Karl Einarsson
11. maí 2006 06:47