Í dag, laugardaginn 22. apríl, var haldin Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni framhaldsskólanna. 12 keppendur mættu til leiks og óku í gegnum fjögur þrautaplön. Keppnin var gríðarlega spennandi og munaði nema nokkrum sekúndum á efstu mönnum. Keppt var í tveimur riðlum, karlariðli og kvennariðli og Íslandsmeistarar krýndir í hvorum riðli.

Íslandsmeistari kvenna er Erla Steinþórsdóttir í Verkmenntaskólanum á Akureyri og Íslandsmeistari karla er Kristinn Arnar Svavarsson í Menntaskólanum í Reykjavík. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn. Þau fengu fríar tryggingar á bílinn í eitt árfrá Sjóvá strax.is. Einnig kepptu keppendur sem lið og þar var Menntaskólinn í Reykjavík efstur og hlaut að launum farandbikar auk úttektar í Nýherja í boði Sjóvá.

Hér má sjá myndir frá keppninni

Keppnin er haldin í samstarfi við Sjóvá, OgVodafone og Heklu.


Hér fyrir neðan má sjá úrslit dagsins:

Kvennariðill:

































Rásnr Skóli Nafn Samtals Sæti
2 VMA Erla Steinþórsdóttir 635 1. sæti
8 MK Ingibjörg Guðmundsdóttir 670 2. sæti
11 Flensb Alma Jónsdóttir 716 3. sæti

Karlariðill:































































Rásnr Skóli Nafn Samtals Sæti
4 MR Kristinn Arnar Svavarsson 444 1. sæti
10 MR Pálmar Sæmundsson 448 2. sæti
12 VMA Kristian Cornelisson 478 3. sæti
9 Einar Ingi Ómarsson 483 4. sæti
1 MS Ingvar Sigurðsson 487 5. sæti
7 Reginn Þórarinsson 505 6. sæti
6 MS Tryggvi Karl Valdimarsson 510 7. sæti
5 MK Eyþór Arnar Ingvarsson 520 8. sæti
3 MH Freysteinn Oddsson 579 9. sæti


Sigurvegarar í Ökuleikninni


Keppendur stilla sér upp eftir keppnina

Guðmundur Karl Einarsson

22. apríl 2006 21:05