Laugardaginn 22. apríl verður haldin úrslitakeppni í Ökuleikni framhaldsskólanna. Keppnisrétt hafa efstu keppendur úr forkeppnum sem haldar voru í haust. Keppnin verður haldin við hús Sjóvá í Kringlunni 5. Verðlaun verða veitt fyrir efstu þrjú sæti. Íslandsmeistararnir fá fríar tryggingar í eitt ár frá Sjóvá-strax og 2.-3. sæti fá Nokia farsíma. Þá mun það nemendafélag sem sigrar fá veglega úttekt í Nýherja í boði Sjóvá.
Skráning stendur yfir og hægt er að hafa samband í síma 588 9070 (verður einnig opinn yfir páskana) og tölvupósti brautin@brautin.is.
Guðmundur Karl Einarsson
2. apríl 2006 17:33