„Æ fleiri þekktir og skapandi einstaklingar gefa það út opinberlega að þeir noti ekki áfengi,“ segir Róbert Róbertsson aðstoðarritstjóri tímaritsins Séð og heyrt í grein í nýlegu tölublaði sem kom út 16. mars. Nefndir eru á nafn um áttatíu þekktir Íslendingar sem skapa „allsgáðu tískuna“ og „fá meira út úr lífinu án áfengis“.
Í þessum hópi eru m.a. Ágústa Eva Erlendsdóttir leikkona (Silvía Nótt), Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamaður, Baltasar Kormákur leikstjóri, Björgvin Frans Gíslason leikari, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir Kastljóskona, Gunnar Smári Egilsson stjórnarformaður, systkinin og tónlistarfólkið Kristján Kristjánsson og Ellen Kristjánsdóttir, Páll Magnússon útvarpsstjóri og Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, sem „lyftir oft glasi en lætur áfengi ekki inn fyrir sinar varir,“ að sögn blaðsins. „Með aukinni umræðu um heilsusamlegan lífsstíl og gildi fjölskyldulífs velja sífellt fleiri skapandi einstaklingar úr hópi þeirra ríku og frægu að láta áfengi og fíkniefni alveg eiga sig.“
Brautin fagnar ábyrgri umræðu þessa tímarits, sem talið er það vinsælasta hér á landi.

 

Guðmundur Karl Einarsson

24. mars 2006 10:50