Í dag verður dreift bréfi sem Brautin – bindindisfélag ökumanna sendi söluaðilum reiðhjóla fyrir helgi. Í bréfinu er skorað á seljendur að tryggja að ekki verði til sölu ólögleg reiðhjól í verslun þeirra. Félagið gerði könnun á ástandi reiðhjóla í fyrravor og kom þá í ljós að 47% reiðhjóla í verslunum voru ólögleg. Miðað var við reglugerð 057/1994 um gerð og búnað reiðhjóla. Hægt er að skoða niðurstöður könnunarinnar hér á vefnum.
Ætlunin er að framkvæma sambærilega könnun í vor og verða niðurstöður hennar vonandi jákvæðar. Hér fyrir neðan má sjá bréfið sem sent var út fyrir helgi og dreift í dag:
2006
Ágæti viðtakandi
Á síðasta ári gerði Brautin –
bindindisfélag ökumanna könnun á búnaði þeirra reiðhjóla sem seld voru í helstu
verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður könnunarinnar voru á þann veg að 47% þeirra reiðhjóla sem voru til sölu reyndust
ólögleg.
Til viðmiðunar var notuð
reglugerð númer 057/1994 um gerð og búnað reiðhjóla. Skv. reglugerðinni skulu
vera á reiðhjóli hemlar (fram- og aftur hemlar), glitmerki að framan og aftan,
glitmerki í fótstigum, glitmerki í teinum, lás, keðjuhlíf og bjalla. Sú hefð
hefur skapast að bjalla og lás séu seld sér og var því ekki tekið tillit til
þeirra í könnuninni. Þó var ein verslun með bjöllu á öllum sínum hjólum.
Það sem veldur mestum áhyggjum er að 11% reiðhjóla eru með ófullnægjandi
hemlunarbúnað. Í ofangreindri reglugerð er skýrt tekið fram að hemlar skuli
vera bæði á fram- og afturhjóli. Í
þessum 11% tilfella vantaði farmhemla í öllum tilfellum. Framhemlar eru mikilvægur búnaður og er talið
að 60-75% hemlunar sé á framhjóli að öllu jöfnu. Reyndar er það minna hjá
minnstu krökkunum. Það er því mjög varasamt að selja reiðhjól án
framhemla. Þess má geta að hugsanlega má
gera verslanir ábyrgar ef vanbúnaður reiðhjóls leiðir til slyss.
Félagið vill beina því til yðar
að tryggja að ekki verði ólögleg reiðhjól til sölu í verslun yðar.
Mikilvægt er að neytendur geti treyst því að þeir kaupi vandaða vöru sem stenst
lög og reglur. Þá er einnig mikilvægt að sölufólk bendi viðskiptavinum á að
einnig þurfi að kaupa bjöllu og lás, sé það ekki á reiðhjólinu fyrir.
á heimasíðu félagsins, www.brautin.is. Þar
má meðal annars sjá niðurstöður eftir verslunum. Til hagræðis fylgir bréfinu
einnig útprentun á umræddri reglugerð.
Fyrir hönd
Brautarinnar
Guðmundur Karl
Einarsson
framkvæmdastjóri
Guðmundur Karl Einarsson
27. febrúar 2006 08:00