Ökuleikni framhaldsskólanna hefur gengið vel. Við heimsóttum 8 skóla á höfuðborgarsvæðinu og fórum einnig á Akureyri og Egilsstaði. Yfir 50 keppendur hafa tekið þátt, og er því von á spennandi úrslitakeppni eftir áramót. Við lentum í ýmsum aðstæðum, allt frá glampandi sól í fljúgandi hálku. Verkefninu mun svo ljúka eftir áramót með íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni framhaldsskólanna þar sem 4 úr hverjum skóla keppa um titilinn. Ökumennirnir eru margir mjög góðir og því er búist við mjög spennandi keppni.
Nánari upplýsingar koma síðar.
Guðmundur Karl Einarsson
25. nóvember 2005 06:18