Fyrir nokkrum árum settu Samband íslenskra tryggingafélaga og Umferðarstofa (þá Umferðarráð) upp skilti við Litlu kaffistofuna. Þetta eru tveir tjónabílar á grind og skilti þar sem fram kemur hve margir hafa látist í umferðinni á árinu. Það var BFÖ sem sá um uppsetninguna.
En veðrið hefur leikið bílana grátt og þeir orðnir ryðgaðir. Því var ákveðið að Brautin, bindindisfélag ökumanna færi uppeftir og gæfi bílunum andlitslyftingu. Þar voru þeir málaðir og líta nú mjög vel út.


Guðmundur Einarsson bílamálari málar annan bílinn

Guðmundur Karl Einarsson

27. júní 2005 19:36