Í dag, þriðjudaginn 21. desember, hleypti Bindindisfélag ökumanna af stokkunum verkefni til þess að vekja athygli á óáfengum drykkjum. Framundan eru miklar hátíðir með samkomuhaldi og veislum. BFÖ velur að þeim sökum þennan tíma til þess að hleypa verkefni sínu um óáfenga drykki af stokkunum. Verkefninu verður svo haldið áfram á næsta ári með ýmsum hætti. Félagið leggur áherslu á að vandað sé til framreiðslu á óáfengum drykkjum, þannig að þeir verði ekki annars flokks. Verkefnið er unnið í samstarfi við Fræðslumiðstöð í fíknivörnum og Samtök ferðaþjónustunnar og sérstalega styrkt af forvarnasjóði. Auk þess leggja ýmsir aðilar verkefninu lið. Hér má finna uppskriftir að óáfengum drykkjum eftir Bárð Guðlaugsson og nemendur hans í Hótel- og matvælaskólanum í MK
Guðmundur Karl Einarsson
21. desember 2004 19:15