Tveir af fimm forsætisráðherrum Norðurlanda neyta ekki áfengis. Flestum er kunnugt að forsætisráðherra Noregs er bindindismaður en færri vita að sá finnski er það einnig.
Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra Noregs er 57 ára, guðfræðingur að mennt og hefur gegnt forsætisráðherraembættinu að þessu sinni í rúm þrjú ár. Upplýsingar.
Matti Vanhanen forsætisráðherra Finnlands er 49 ára þjóðfélagsfræðingur og starfaði áður sem blaðamaður. Hann varð forsætisráðherra í júní 2003. Upplýsingar.
Guðmundur Karl Einarsson
6. desember 2004 13:21