Íslandsmeistarakeppnin í Ökuleikni fór fram þann 18. september við hús Sjóvá-Almennra. Keppt var á fjórum þrautaplönum á VW Golf og VW Polo. Það var Bindindisfélag ökumanna sem stóð fyrir keppninni í samstarfi við Heklu, en Sjóvá-Almennar lögðu til aðstöðu. Keppnin var gríðarlega spennandi og keppnisandinn góður. Fyrst þurfu keppendur að svara nokkrum umferðarspurningum og að því loknu var ekið í gegnum þrautirnar. Sett voru upp fjögur mismunandi þrautaplön og var markmiðið að gera sem fæstar villur á sem skemmstum tíma. Þá voru villur í umferðarspurningunum teknar inn í lokaniðurstöðu.
Úrslitin voru þessi:
Kvennariðill:
1. Birgitta Pálsdóttir
2. Guðný Guðmundsdóttir
3. Vildís Svala Búadóttir
Karlariðill:
1. Sighvatur Jónsson
2. Jón Örn Angantýsson
3. Gunnar Örn Angantýsson
Guðmundur Karl Einarsson
20. september 2004 09:29