Íslandsmeistarakeppnin í Ökuleikni fór fram þann 18. september við hús Sjóvá-Almennra. Keppt var á fjórum þrautaplönum á VW Golf og VW Polo. Það var Bindindisfélag ökumanna sem stóð fyrir keppninni í samstarfi við Heklu, en Sjóvá-Almennar lögðu til aðstöðu. Keppnin var gríðarlega spennandi og keppnisandinn góður. Fyrst þurfu keppendur að svara nokkrum umferðarspurningum og að því loknu var ekið í gegnum þrautirnar. Sett voru upp fjögur mismunandi þrautaplön og var markmiðið að gera sem fæstar villur á sem skemmstum tíma. Þá voru villur í umferðarspurningunum teknar inn í lokaniðurstöðu.

 

Úrslitin voru þessi:

Kvennariðill:
1. Birgitta Pálsdóttir
2. Guðný Guðmundsdóttir
3. Vildís Svala Búadóttir

Karlariðill:
1. Sighvatur Jónsson
2. Jón Örn Angantýsson
3. Gunnar Örn Angantýsson

Smelltu hér til þess að sjá öll úrslitin

Hér má sjá myndir úr keppninni.

Guðmundur Karl Einarsson

20. september 2004 09:29