Að venju var veltibíllinn notaður á dönsku dögunum í Stykkishólmi í byrjun ágúst. Ekki var að sökum að spyrja um vinsældir hans. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var stögut löng röð í bílinn og oft var fjöldinn allt að því 100 manns í röðinni. Þrátt fyrir að margir nýttu sér bílinn til skemmtunar, komust skilaboðin til fólks um mikilvægi notkunar á bílbeltum. Oft mátti heyra í fólki eftir að það steig út út bílnum ,,Vá það var eins gott að vera með beltið spennt". Mikil eftirspurn er eftir veltibílnum og má geta þess að hann er á Akureyri 28. ágúst, á ljósanótt í Reykjanesbæ 4. september auk annarra verkefna.
Löng röð myndaðist í Veltibílinn
Guðmundur Karl Einarsson
25. ágúst 2004 17:54