Í dag, 22. júní, var fyrsti dagurinn sem BFÖ heimsótti tómstundaklúbba ÍTR með reiðhjólafræðslu. Við byrjuðum kl. 10:30 í Nauthólsvík, þangað sem krakkar úr Frostaskjóli komu hjólandi. Þar fengu þau fræðslu um reiðhjólið og hjálminn, ásamt fræðslu um bílbelti. Eftir hana fengu þau að spreyta sig í reiðhjólaþrautum og loks fóru þau í Veltibílinn þar sem þau fengu að prófa að losa sig úr bílbelti á hvolfi. Eftir hádegi fórum við svo upp á Árbæjarsafn en þangað komu krakkar úr Miðbergi í Breiðholti. Áætlað er að vera þrisvar sinnum í viðbót með sömu fræðslu fyrir fleiri tómstundaklúbba hjá ÍTR.
Hér er hægt að skoða myndir frá því í dag.
Guðmundur Karl Einarsson
22. júní 2004 17:41