Í dag, fimmtudaginn 3. júní, var haldin vorhátíð í Njarðvíkurskóla. Að sjálfsögðu var Veltibíllinn á staðnum og fóru í hann liðlega 200 manns. Veðrið lék við okkur og greinilegt að sumarið er komið til að vera.
Næst á dagskrá er Vestmannaeyjar en þangað fer bíllinn nú undir kvöld. Hann verður á hátíðinni Vor í Eyjum á föstudag og laugardag. Þá hefur bíllinn verið pantaður í Öskjuhlíðarskóla á þriðjudaginn og í Borgarnes laugardaginn 12. júní.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá því í dag.
Veltibíllinn fyrir utan Njarðvíkurskóla
Tvær litlar hnátur fylgjast spenntar með
Guðmundur Karl Einarsson
3. júní 2004 17:02