Það er alveg ljóst að vorið er komið. Eitt af því sem fylgir vorinu er að Veltibíllinn er notaður mikið. Hann er mikið bókaður þessa dagana enda mikið um að vera víðs vegar.
Í dag, laugardaginn 1. maí, var Iðnnemasamband Íslands með 60 ára afmælishátið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Veltibíllinn var á svæðinu og í kringum 360 manns fóru í veltu. Hér er hægt að skoða myndir frá því í dag.
Næstu daga verður bíllinn einnig notaður mikið og t.d. þá verður hann 9. maí í Spönginni í Grafarvogi, 14. maí verður hann á Keflavíkurflugvelli og 15. maí verður hann í Keflavík, svo eitthvað sé nefnt.
Hægt er að hafa samband og bóka bílinn í síma 588-9070
Guðmundur Karl Einarsson
1. maí 2004 20:28