Ef gert er ráð fyrir að skipt sé um dekk vor og haust á rúmlega eitt hundrað þúsund bílum hér á landi og að kostnaður við hver skipti sé tæplega fimm þúsund krónur kosta dekkjaskiptin landsmenn um einn milljarð króna á ári. Þetta er mjög varlega áætlað og útgjöld vegna nýrra dekkja ekki talin með.
Guðmundur Karl Einarsson
23. september 2003 12:44