Bindindisfélag ökumanna varð fimmtíu ára 29. september 2003. Afmælisins var minnst með sérstökum hátíðarfundi. Fundurinn var haldinn á efstu hæð í Edduhúsinu við Lindargötu, þar sem félagið var stofnað, en dóms- og kirkjumálaráðuneytið er nú þar til húsa. Björn Bjarnason ráðherra bauð gesti velkomna, Halldór Árnason formaður BFÖ flutti ágrip af sögu félagsins og Grétar Þorsteinsson verkalýðsleiðtogi og Dagný Jónsdóttir alþingismaður ræddu um stöðu bindindis í nútímaþjóðfélagi og reynslu sína af bindindi. Við þetta tækifæri var opnuð vefslóð þar sem hægt er að skoða tímarit félagsins.
Guðmundur Karl Einarsson
23. september 2003 22:48